SKÁLDSAGA Á ensku

That Affair Next Door

Sakamálasagan That Affair Next Door kom fyrst út árið 1897. Enn á ný er það rannsóknarlögreglumaðurinn Ebenezer Gryce sem lætur ljós sinn skína. Einnig er hér kynnt til sögunnar hin forvitna og skarpa Amelia Butterworth, fyrirmynd fröken Marple og fleiri áhugaspæjara.

Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Sögur Green byggðust upp á því að leysa gátur og eru lesendur hægt og rólega leiddir að réttu lausninni með því að draga fram hverja vísbendinguna af annarri með hjálp skemmtilegra einkaspæjara.


HÖFUNDUR:
Anna Katharine Green
ÚTGEFIÐ:
2023
BLAÐSÍÐUR:
bls. 354

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :